Norðurland vestra verði sérstakt lögregluumdæmi
Á fundi stjórnar SSNV sem haldinn var þann 12. október sl. var m.a rætt um fyrirhugaðar breytingar á lögregluumdæmum. Lögð var fram nýsamþykkt ályktun félags lögreglumanna á Norðurlandi vestra þar sem skorað er á dómsmálaráðherra að Norðurland vestra verði sérstakt lögregluumdæmi. Eftirfarandi bókun var samþykkt.
Stjórn SSNV fagnar og tekur heilshugar undir ályktun lögreglufélags Norðurlands vestra um að Norðurland vestra verði sérstakt lögregluumdæmi. Stjórnin telur löggæslu hluta af nærþjónustu við íbúa og telur mikilvægt að vanda vel til allra breytinga á skipulagi löggæslumála.Stjórnin minnir á að SSNV er aðili að gerð Sóknaráætlunar 20/20 og einn veigamesti liður við gerð þeirrar áætlunar er endurskipulagning og uppbygging opinberrar þjónustu í einstaka landshlutum.Norðurland vestra er í Sóknaráætlun 20/20 skilgreint sem sérstaks svæði og því telur stjórnin það eðlilegt og í fullu samræmi við markmið sóknaráætlunar að Norðurland vestra verði sameiginlegt lögregluumdæmi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.