Norrænt spjaldvefnaðarmót í haust

Norrænt spjaldvefnaðarmót verður haldið í Svíþjóð næsta haust þar sem færustu sérfræðingar Norðurlanda sem rannsakað hafa bönd sem fundist hafa í fornleifauppgröftum koma saman. Að sögn Marjatta Ísberg, Íslandstengill mótsins, er ætlunin að slíkt mót verði haldið annað hvert ár og mundi rótera milli landa.

„Þetta er frábært tækifæri fyrir alla sem áhuga hafa á gömlu handverki, bæði til að læra af öðrum og ekki síður að miðla þekkingu á séríslenskri aðferð sem þekkist hvergi annars staðar,“ segir Marjatta.
Skráning á mótið er þegar hafin en frekari upplýsingar um mótið er hægt að nálgast HÉR

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir