Notendastýrð heimaþjónusta samþykkt
feykir.is
Skagafjörður
29.10.2010
kl. 08.23
Félagsmálaráð Skagafjarðar hefur samþykkt að fela félagsmálastjóra að gera í tilraunaskyni samning til 6 mánaða við einn notanda heimaþjónustu þar sem notandinn fær afmarkað fjármagn sem nemur 4 tímum á viku og gerir sjálfur samning við þjónustuaðila og verkstýrir honum.
Eftirlit verði haft með framvindu mála og árangur metinn í lok tímabilsins. Notendastýrð heimaþjónusta hefur verið baráttumál yngra fólks sem á heimaþjónustu þarf að halda og vill fá að hafa meira að segja um þá þjónustu sem veitt er.