Nú er úti veður vont

Þeir sem ætluðu að leggja upp í langferð í dag ættu að hugsa sig tvisvar og jafnvel þrisvar um því ekki er spáin glæsileg og vitað að mikill skafrenningur er á öllum helstu leiðum. Spáin segir okkur að það verði Norðan 13-18 og snjókoma, en 15-20 í kvöld. Lægir smám saman og stöku él eftir hádegi á morgun. Frost 2 til 8 stig.

Hvað færð á vegum varðar þá er skafrenningur á öllum leiðum og vindur upp í 20 m/s.

Fleiri fréttir