Ný Menntastefna Skagafjarðar tekur gildi

Kápa Menntastefnu Skagafjarðar. Bæklingurinn var hannaður og prentaður hjá Nýprenti.
Kápa Menntastefnu Skagafjarðar. Bæklingurinn var hannaður og prentaður hjá Nýprenti.

Sagt er frá því á heimasíðu Svf. Skagafjarðar að ný Menntastefna Skagafjarðar hefur nú verið gefin út og tekið gildi. Vinna við mótun menntastefnunnar hefur staðið yfir í u.þ.b. eitt ár. Menntastefnan var unnin í samstarfi leik-, grunn- og Tónlistarskóla Skagafjarðar, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Frístundar og Fræðsluþjónustu Skagfirðinga.

Alls hafa um 910 einstaklingar komið að mótunarferlinu, nemendur allra skólastiga, starfsfólk skóla/frístundar, starfsfólk fræðsluþjónustu, kjörnir fulltrúar í fræðslunefnd ásamt þátttakendum á íbúafundum.

Menntastefnan nær til allra barna og ungmenna í Skagafirði frá upphafi skólagöngu í leikskóla til loka náms í framhaldsskóla. Áhersla er lögð á að nám barna og ungmenna eigi sér stað bæði innan skólans sem og í frístundastarfi og aukna samvinnu ólíkra skólastiga, skólagerða og frístundar til að tryggja samfellu í námi. 

Hugmyndir um lærdómsamfélagið og hugmyndir um heiltæka nálgun í skólastarfi hafa verið leiðarljósið í mótunarferlinu. Lögð er áhersla á að aðlaga skólastarf nemendum til heilla um leið og henni er ætlað að mæta áskorunum samfélagsins á hverjum tíma.

Sjá nánar á heimasíðu Svf. Skagafjarðar >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir