Ný skrifstofa Hvatar og USAH

Hvöt og USAH hafa flutt starfsemi sína í nýtt húsnæði sem áður hýsti Verslunina Kjalfell. Á sama stað hefur  verið sett upp lítil búð þar sem félögin eru með ýmsan varning til sölu sem er tilvalin í jólapakkann.

 

Sem dæmi má nefna gamlar keppnistreyjur, sokka, stuttbuxur, bolta, Hvatarbuff, USAH buff, USAH ennisbönd, lakkrís, klósettpappír, eldhúspappír og Húnavökuritin frá upphafi og fleira.

Þann 22. desember frá kl. 16:00-19:00 og föstudaginn 23. desember frá kl. 16:00-22:00 verður tekið á móti jólapósti í hinni nýju skrifstofu Hvatar þar sem jólasveinarnir hafa fengið það verkefni að koma kortum og bögglum til skila á aðfangadag.

Fleiri fréttir