Ný stjórn SSNV tekin til starfa
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
07.11.2014
kl. 12.34
Nýkjörin stjórn SSNV hefur haldið sína fyrstu fundi og að sögn Adolf Berndsen reiknar stjórnin með að auglýst verði eftir framkvæmastjóra samtakanna um næstu helgi. Í september hafði fráfarandi stjórn auglýst eftir framkvæmdastjóra en enginn var ráðinn úr hópi þeirra sem þá sóttu um.
Adolf sagði jafnframt að önnur málefni samtakanna væri í skoðun, svo sem skipulag atvinnuþróunarinnar. Nýlega var ráðinn atvinnuráðgjafi á Hvammstanga en nokkurrar óánægju hefur gætt með að ekki sé starfandi atvinnuráðgjafi í Austur-Húnavatnssýslu og á hefur byggðaráð Blönduós bæjar m.a. nýlega harmað þá ákvörðun að leggja niður starfstöð atvinnuráðgjafa á Blönduósi.