Ný vefsjá Ferðamálastofu

Mynd af www.ferdamalastofa.is
Mynd af www.ferdamalastofa.is

Ferðamálastofa hefur opnað nýja útgáfu af vefsjá þar sem hægt er að afla sér ýmargvíslegra upplýsinga varðandi hina ýmsu staði víðsvegar um landið. Þar má m.a. finna upplýsingar um áhugaverða viðkomustaði og þá þjónustu sem ferðalöngum stendur til boða.

Á vef Ferðamálastofu segir að af kortagögnum Ferðamálastofu megi fyrst nefna gögn sem söfnuðust í verkefninu „Kortlagning auðlinda íslenskrar ferðaþjónustu“ þar sem með aðstoð heimafólks var metið mögulegt aðdráttarafl og fleiri þættir á áhugaverðum viðkomustöðum á þeirra svæði. Aukaafurð þess verkefnis var síðan gagnasafn um þá staði sem nefndir eru í Íslendingasögunum.

Einnig má nefna safn sem sýnir upptökustaði þekktra erlendra kvikmynda og þátta hérlendis og þjónustugrunn Ferðamálastofu með upplýsingum um ferðaþjónustuaðila um allt land. Loks er þar að finna yfirlit yfir úthlutanir Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða frá upphafi sem birtar eru i sér vefsjá.

Vefsjána má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir