Ný vefsýning á vef Heimilisiðnaðarsafnsins

Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi hefur gefið út vefsýningu sem byggir á safnfræðslu grunnskólabarna um það ferli að breyta ull í þráð til að vinna úr klæði á heimilum landins fyrr á tímum. Ber sýningin nafnið Að koma ull í fat. 

Ein af myndunum í sýningunni. Mynd:textile.is

Í kynningu á sýningunni á vef safnsins segir: „Í neyslusamfélagi nútímans þar sem flestir eiga gnótt fata, gleymist gjarnan hve stutt er síðan íslenska þjóðin varð að vinna öll sín klæði frá grunni úr því hráefni sem var nærtækast. Í sýningunni er fjallað um og sýnd þau fjölmörgu handtök sem þurfti til að breyta ull í þráð sem hægt var að umbreyta í klæði – að koma ull í fat. Gerð vefsýningarinnar var styrkt af Safnasjóði og er henni ætlað að höfða til barna og ungmenna og vekja athygli á verkmenningu fyrri tíma.“ 

Vefsýningin er byggð upp á 26 glærum með ljósmyndum af ferlinu ásamt skýringartexta. Sýninguna er að finna á vef safnsins, http://textile.is/

 

Fleiri fréttir