Nýbreytni í starfi Byggðasafnsins

Byggðasafn Skagfirðinga hefur tekið að sér að halda  6 eininga (ECTS) námskeið fyrir nemendur í diplomanámi í viðburðastjórnun og 3. árs nemendur í BA námi við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum. Námskeiðið ber heitið Menningararfur er auðlind og hefst 26. sept.

Á námskeiðinu er fjallað um þætti sem tengjast  sögu, minjum og menningarerfðum og gerð grein fyrir menningarlandslagi og minjaheildum. Skoðað verður hvaða aðdráttarafl menningararfur hefur og helstu álitamál og kenningar um nýtingu hans í ferðaþjónustu. Farið verður yfir lög, reglugerðir og sáttmála sem í gildi eru um menningararfinn og starfsemi stofnana á sviði minjavörslu.

Margt fleira verður rætt á námskeiðinu en með þessari nýbreytni í starfi safnsins vilja starfsmenn þess efla tengsl safns og skóla, sem birtast einnig í mörgum örðum myndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir