Nýburahúfur afhentar HS
Nú í morgun mættu konur úr Sambandi Skagfirskra kvenna á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki og afhentu húfur sem ætlaðar eru nýfæddum börnum í Skagafirði.
Það voru þær Sigríður Halldóra Sveinsdóttir og Ingibjörg Hafstað sem fyrir hönd SSK afhentu húfurnar en Ragna Jóhannsdóttir sjúkraliði og Jenný Eiðsdóttir ljósmóðir veittu gjöfinni móttöku og hétu því að koma þeim til skila og þökkuðu kvenfélagskonum fyrir gott framtak.
Sjá nánar um húfuverkenið HÉR