Nýir ritstjórar taka við Visitskagafjordur.is

Við opnun síðunnar. Áskell Heiðar, Sigurlaug Konráðsdóttir,, Snorri Styrkársoon, Jón Þór Bjarnason, Páll Dagbjartsson og Svanhildur Pálsdóttir.

Vefsmiður og ritstjóri nýju ferðavefsíðunnar www.visitskagafjordur.is, Jón Þór Bjarnason ferðamálafræðingur, hefur nú formlega skilað vefnum af sér til Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

 

 

 Eftir námskeið í umsjón og stjórnun vefsíðunnar sem haldin var í Upplýsingamiðstöðinni í Varmahlíð sl. fimmtudag tóku nýir ritstjórar við. Það eru þær Guðrún Brynleifsdóttir og Ingibjörg Skarphéðinsdóttir sem munu hér eftir sjá um að uppfæra og viðhalda visitskagafjordur.is. Þeir sem vilja koma skilaboðum til nýrra umsjónarmanna geta sent tölvupóst á gudrunb@skagafjordur.is og info@skagafjordur.is, eða slegið á þráðinn til Upplýsingamiðstöðarinnar í síma 455-6161.

 

 

Fleiri fréttir