Nýjir samningar um ræktunarlönd á Hofsósi

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar í gær voru lagðar fram tillögur Skipulags og byggingarfulltrúa að lóðarmörkum fyrir hluta ræktunarlanda á Hofsósi.

Í ljósi þess að mörg þessara landa eru einungis til í fasteignaskrám, ekki í þinglýsingarbókum, felur skipulags-og byggingarnefnd tæknideild að fullvinna uppdrátt sem unnin var og  hnitsettur af verkfræðistofunni Stoð á Sauðárkróki og stofna þær lóðir sem ekki eru til í fasteignaskrám og eða þinglýsingarbókum og leiðrétta lóðar eða landstærðir á grundvelli þessara mælinga. Jafnframt er tæknideildinni falið að gera nýja lóðarsamninga við hlutaðeigandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir