Nýr áfangi við endurheimt Brimnesskóga

Kolkuós. Mynd: FB Garðyrkjudeild Svf. Skagafjarðar.
Kolkuós. Mynd: FB Garðyrkjudeild Svf. Skagafjarðar.

Lagt var fram erindi á síðasta fundi umhverfis- og samgöngunefndar Svf. Skagafjarðar frá Steini Kárasyni, framkvæmdastjóra Brimnesskóga. Í erindinu óskar félagið eftir viðræðum við umhverfis- og samgöngunefnd um nýjan áfanga og útvíkkun á verkefni um endurheimt Brimnesskóga í Skagafirði. Umhverfis- og samgöngunefnd tók vel í erindið og fól sviðstjóra og formanni að afla frekari upplýsinga um verkefnið.

Vinna við endurheimt Brimnesskóga hefur staðið yfir frá 1995. Á heimasíðu verkefnisins kemur fram að við endurheimt Brimnesskóga eru eingöngu notaðar trjátegundir, einkum birki og reynir sem vaxið hafa í Skagafirði frá ómunatíð. Birki ættað úr Geirmundarhólaskógi í Hrolleifsdal hefur verið kynbætt og fræ af því er notað til ræktunar. Landið sem Brimnesskógar, félag hefur til afnota er um 23 ha og er í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Skógræktarsvæðið er við ána Kolku skammt frá Kolkuósi í Skagafirði og er vinnan við endurheimt Brimnesskóga sjálfboðaliðastarf.

Starfsemi félagsins byggir á frjálsum fjárframlögum og er þeim sem styrkja vilja verkefnið bent á reikning Brimnesskóga í Kringluútibúi Arion; banki 323, Hb13 reikningur 700706 kt 491204-4350.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir