Nýr fulltrúi Ós-lista í sveitarstjórn Blönduóssbæjar
„Ég vil þakka fulltrúum í sveitarstjórn Blönduósbæjar, starfsmönnum sveitarfélagsins svo og öðrum þeim sem ég hef starfað með á þessum vettvangi kærlega fyrir samfylgdina og óska þeim velfarnaðar í störfum sínum. Kjósendum Óslistans í sveitarstjórnarkosningunum 2018 þakka ég veittan stuðning og traust. Þá býð ég nýjan fulltrúa Óslistans í sveitarstjórn Blönduósbæjar, Jón Örn Stefánsson, velkominn og óska honum góðs gengis í störfum sínum," sagði Birna í erindi sínu til sveitarstjórnar.