Nýr fulltrúi Ós-lista í sveitarstjórn Blönduóssbæjar

Jón Örn Stefánsson. Mynd:blonduos.is
Jón Örn Stefánsson. Mynd:blonduos.is
Jón Örn Stefánsson hefur tekið sæti sem nýr fulltrúi Óslistans í sveitarstjórn Blönduósbæjar í stað Birnu Ágústsdóttur sem baðst lausnar frá störfum á vegum sveitarfélagsins á fundi sveitarstjórnar þann 12. janúar sl. Valgerður Hilmarsdóttir verður jafnframt nýr varamaður í sveitarstjórn.
 
Birna var nýlega skipuð í starf sýslumanns á Norðurlandi vestra og telur sig ekki geta sinnt skyldum í sveitarstjórn samhliða hinu nýja starfi án óhæfilegs álags auk þess sem hún telur viðeigandi að stíga til hliðar sem sveitarstjórnarfulltrúi af þessu tilefni. 

„Ég vil þakka fulltrúum í sveitarstjórn Blönduósbæjar, starfsmönnum sveitarfélagsins svo og öðrum þeim sem ég hef starfað með á þessum vettvangi kærlega fyrir samfylgdina og óska þeim velfarnaðar í störfum sínum. Kjósendum Óslistans í sveitarstjórnarkosningunum 2018 þakka ég veittan stuðning og traust. Þá býð ég nýjan fulltrúa Óslistans í sveitarstjórn Blönduósbæjar, Jón Örn Stefánsson, velkominn og óska honum góðs gengis í störfum sínum," sagði Birna í erindi sínu til sveitarstjórnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir