Nýr kaffidrykkur frá KS

Mjólkursamlag KS í samstarfi við Te & Kaffi hefur sett á markað markað nýjan kaldbruggaðan kaffidrykk undir nafninu Íslatte. Drykkurinn er sá fyrsti sinnar tegundar sem framleiddur er hér á landi úr kaffibaunum frá Te og kaffi og íslenskri mjólk og þróaður í samvinnu við kaffisérfræðinga Te og kaffi.

Samkvæmt tilkynningu frá MKS er kaffið bæði hæg – og kaldlagað í 24 klukkustundir sem tryggir meiri fyllingu og bragðgæði. Í fyrstu verða settar á markað tvær tegundir, önnur án bragðefna en hin með heslihnetum- og karamellubragði. 

Drykkurinn inniheldur 190 ml af náttúrulegu koffíni, engin aukaefni og er seldur í 250 ml einingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir