Nýr sveitarstjóri hefur störf í Húnaþingi vestra

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, nýr sveitarstjóri Húnaþings vestra. Mynd: hunathing.is
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, nýr sveitarstjóri Húnaþings vestra. Mynd: hunathing.is

Sveitarstjóraskipti urðu í Húnaþingi vestra þann 15. ágúst sl. þegar Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir tók við starfinu af Guðnýju Hrund Karlsdóttur sem gegnt hefur starfinu sl. fimm ár.

Síðastliðin tvö ár hefur Ragnheiður Jóna starfað sem framkvæmdastjóri afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Áður starfaði hún í tíu ár sem menningarfulltrúi og verkefnastjóri uppbyggingarsjóðs hjá Eyþingi, sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum,.

Ragnheiður Jóna lauk MA-prófi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og BA-prófi í nútímafræði frá Háskólanum á Akureyri. Auk þess hefur hún stundað nám í Opinberri stjórnsýslu og lokið námslínunni Forysta til framþróunar - leið stjórnenda til aukins árangurs, við Endurmenntun Háskóla Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir