Nýr vefur Háskólans á Hólum
Í síðustu viku, á 50. degi ársins 2009, var opnaður nýr vefur Háskólans á Hólum. Vefurinn er unnin í Joomla, sem er opinn hugbúnaður, mjög vinsæll og í mikilli notkun víðsvegar um heiminn.
Baldur McQueen útfærði síðuna í samvinnu við Sólrúnu Harðardóttur vefstjóra á Hólum. Sjón er sögu ríkari – skoðið ykkur um (www.holar.is).
