Nýr vegur um Hrútafjörð vígður á morgun

Miðvikudaginn 8. október mun samgönguráðherra Kristján L. Möller opna formlega nýjan veg um Hrútafjarðarbotn. Athöfnin fer fram á veginum við nýja brú yfir Hrútafjarðará kl 14:00. Að henni lokinni verður haldið samsæti í nýjum Staðarskála sem er vestan brúarinnar.

Með nýja veginum og nýrri brú sem leysir af hólmi gamla einbreiða brú á Síká er Hringvegurinn milli Reykjavíkur og Akureyrar allur tveggja akreina. Síðasta einbreiða brúin er aflögð en á síðasta ári var tekinn í notkun nýr vegur um Norðurárdal í Skagafirði og þar með voru aflagðar fjórar einbreiðar brýr.

Nýi vegurinn styttir Hringveginn lítið sem ekkert en hinsvegar  styttist leiðin milli Vestfjarða og Norðurlands um tæpa níu kílómetra.

Fleiri fréttir