Nýtt Aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040 samþykkt

Sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 15. október 2025 Aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040, ásamt umhverfisskýrslu. Í frétt á vef Skagafjarðar segir að tillaga að aðalskipulaginu var auglýst frá 23. júlí 2025 til 15. september 2025 og alls bárust athugasemdir og umsagnir frá 13 aðilum vegna aðalskipulagsins, m.a. frá íbúum og umsagnaraðilum.

Sveitarstjórn féllst á afgreiðslu skipulagsnefndar á framkomnum umsögnum og athugasemdum og hefur skipulagstillagan verið uppfærð í samræmi við afgreiðsluna. Samþykkt aðalskipulag hefur verið sent til Skipulagsstofnunar til staðfestingar. Öll skipulagsgögn, athugasemdir, umsagnir og viðbrögð sveitarstjórnar verða aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins þegar Skipulagsstofnun hefur staðfest hið nýja aðalskipulag.

Þau sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til sveitarstjóra eða skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins.

Heimild: Skagafjörður.is

Fleiri fréttir