Nýtt afl sigraði í Húnaþingi vestra
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
01.06.2014
kl. 00.09
Framboðið Nýtt afl sigraði í kosningum í Húnaþingi vestra með 59,2% atkvæða. Framsóknarflokkurinn hlaut 40,9% greiddra atkvæða. Alls greiddu 673 atkvæði en á kjörskrá eru 883. Kjörsókn var því 76,2%.
Nýtt afl tryggir sér fjóra fulltrúa í sveitarstjórn, Unni Valborgu Hilmarsdóttur, Stefán Einar Böðvarsson, Elínu Jónu Rósinberg og Sigurbjörgu Jóhannesdóttur.
Framsókn nær þremur mönnum inn, þeim Elínu R. Líndal, Ingimar Sigurðssyni og Valdimar H. Gunnlaugssyni.