Ó, leyf mér þig að leiða - Konudagstónleikar Kvennakórsins Sóldísar í dag
Líkt og undanfarin ár heldur Kvennakórinn Sóldís tónleika á konudeginum, fyrsta degi góu, sem er í dag 24. febrúar. Dagskráin fer fram í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð í Skagafirði og hefst kl. 15:00. Yfirskrift tónleikanna er Ó, leyf mér þig að leiða. Söngstóri er Helga Rós Indriðadóttir, undirleik annast Rögnvaldur Valbergsson en einsöngvarar eru þær Ólöf Ólafsdóttir og Íris Olga Lúðvíksdóttir.
Aðspurð um hver velur lög kórsins sem æfð eru hverju sinni segir Íris Olga, sem situr í stjórn kórsins, það vara söngstjórinn: „Helga Rós Indriðadóttir velur flest lögin - jú og við stjórnin hlutumst til um það ef við rekumst á einhverja fína slagara.“ Íris segir að kórinn haldi uppteknum hætti og glímir við hin ýmsu tungumál. „Í þetta sinnið bættum við lettnesku við. Það er heit ósk mín að eitthvert árið syngjum við á asísku tungumáli, við eigum þá heimsálfu alveg eftir!“ segir Íris Olga.
Á Facebook-síðu kórsins segir að dagskráin sé fjölbreitt og að loknum tónleikum verður boðið upp á kaffi og veisluhlaðborð. Aðgangseyrir 3.500 kr.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.