ÓB opnar í Varmahlíð
Nú standa yfir framkvæmdir við Kaupfélagsverslunina í Varmahlíð þar sem laga á húsnæðið innan jafnt sem utan. Einnig standa til breytingar á lóð verslunarinnar en sótt hefur verið um hjá sveitarfélaginu að hún verði stækkuð. Nú hefur Olís tekið við af N1 í olíusölu og hefur standsett ÓB sjálfsafgreiðslustöð við Kaupfélagið.
Marteinn Jónsson, framkvæmdarstjóri verslunar- og þjónustusviðs KS, segir að tengja megi komu Olís við þá staðreynd að Kaupfélag Skagfirðinga sé hluthafi í Olís.
Olíulaust í Ketilási
Aðspurður um aðgerðir í Fljótum eftir að N1 ákvað að loka fyrir olíusölu á Ketilási þann 1. desember sl. segir Marteinn það vera í athugun. „Við erum að skoða hvaða leiðir eru færar með rekstur verslunar í Fljótum en ekki er búið að taka neinar ákvarðanir. Við erum að kanna ýmsar leiðir og erum með ákveðnar hugmyndir en eins og staðan er núna stendur reksturinn ekki undir sér,“ segir Marteinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.