Óbreytt ástand í rafmagnsleysinu

Landsnet vill vekja athygli á því að nokkrar raflínur eru laskaðar á Norðurlandi og liggja á eða nálægt vegum. Nauðsynlegt er að hafa mikla gát á ef vegfarendur sjá línu signa eða liggjandi á vegi og ekki koma nálægt henni. Vitað er að Laxárlína liggur á vegi við Kjarnaskóg nálægt Akureyri. Dalvíkurlína liggur yfir veginn við vegamótin að Dalvík og Blöndulína 2 liggur líklega á veginum við Vatnsskarð og í Hegranesi vestanverðu eins og meðfylgjandi myndband sýnir.
Í uppfærðri stöðu Rarik nú um hádegi segir að ástand sé óbreytt á Norðurlandi vestra. Í Húnaþingi vestra hefur ekki tekist að koma rafmagni á. Fólk hefur berið beðið um að spara rafmagn á Vesturlandi þar til aftur fæst tenging við Hrútatungu. Verið er að finna leið til að tengja Hvammstanga að austan.
Í Austur-Húnavatnssýsl hefur ekki enn fundist hvar bilun er í Langadal og Svínadal.
Óbreytt ástand er einnig í Skagafirði og á Sauðárkróki en bilun virðist vera vegna ísingar og seltu í aðveitustöðinni á Króknum. Selta var hreinsuð af í samráði við slökkviliðið og vonast er til að rafmagn geti komið á þegar því líkur en díselvélar hafa verið keyrðar og rafmagn skammtað á Sauðárkróki. Meginhluti Skagafjarðar er þó með rafmagn, nema Reykjaströndin og austanverður Skaginn.
Meðfylgjandi myndband tók Guðmundur Hjálmarsson, starfsmaður Rarik, og sýnir hvar háspennulínur liggja við jörð á vestanverðu Hegranesi í Skagafirði.
Guðmundur segir að líklega sé stæða brotin á Sauðárkrókslínu við Birkihlíð svo búast má við að rafmagn komi ekki á strax á Króknum. Þá er lína slitin á Glaumbæjarlínu í Holtsmúlasundinu.
Þetta er bara brota brot hvað er í gangi.
Posted by Guðmundur Uni Dalmann Hjálmarsson on Miðvikudagur, 11. desember 2019
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.