Ólína stefnir á toppinn
Ólína Þorvarðardóttir hefur gefið það út að hún sækist eftir 1 eða 2 sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Eiginmaður Ólínu, Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi Í lista á Ísafirði, skipaði fyrir tveimur árum fjórða sæti listans og er því varaþingmaður.
Sigurður hefur eftir því sem Feykir.is kemst næst ekki gefið frá sér yfirlýsingu um að hann hyggist ekki sækjast eftir endurkjöri. Ólína hefur verið ristjóri Skutuls.is en lætur af því starfi að minnsta kosti framyfir kosningar.