Ólöglegt varnarefni í 5-kornablöndu

Matvælastofnun varar við neyslu á tveimur framleiðslulotum af 5-kornablöndu frá Svansö sem Kaupfélag Skagfirðinga flytur inn.  Varnarefnið etýlen oxíð greindist í vörunni sem er ekki leyfilegt til notkunar í matvæli. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna af markaði með aðstoð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.

Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi lotur:

  • Vöruheiti: Svansö 5 blanding, 350 g
  • Strikamerki: 5760932013107
  • Best fyrir dagsetningar: 06.01.2022 og 14.03.2022

Þeir sem hafa keypt vöruna geta skilað henni í verslunina eða haft samband við KS í síma 455-4530 eða sent tölvupóst til arni.kristinsson@ks.is.

/Fréttatilkynning

                                                                              

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir