Ópera Skagafjarðar með geisladisk og tónleika
Ópera Skagafjarðar hefur gefið út geisladisk með lögum úr óperunni Rigoletto eftir G. Verdi. Upptökur fóru fram í vor en 14 manna kammerhljómsveit frá Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir, stjórnandi var Keith Reed.
Rigoletto er næsta verkefni Óperu Skagafjarðar og verður sýnd næsta vor. Ópera Skagafjarðar verður í Skagfirðingabúð laugardaginn 13. des, syngur nokkur lög og áritar diska frá kl. 14:00 Nemendur úr Söngskóla Alexöndru verða einnig í Skagafirðingabúð kl. 13:30.
Síðan verður boðið upp á jólatónleika hjá Óperu Skagafjarðar og Söngskóla Alexöndru í Ljósheimum - Skagafirði, laugardaginn 13. des. kl. 17:00.
Miðaverð er kr. 1500. Boðið verður upp á létta og skemmtilega jóladagskrá og kaffi og smákökur.