Opið hús að Skörðugili

Undanfarin misseri hafa staðið yfir viðamiklar breytingar á hesthúsinu hjá þeim Elvari og Fjólu á Skörðugili í Skagafirði og sér nú fyrir endann á þeim. Af því tilefni ætla þau að hafa opið hús og bjóða fólki að líta á aðstöðuna sem er orðin hin glæsilegasta.

Aðstaða verður fyrir 36 hross, 28 eins hesta stíur og 4 tveggja hesta og segir Elvar að strax verði farið í að taka hross inn og byrjað að temja en tveir tamningamenn verða ráðnir að tamningastöðinni. Tvö ár eru síðan Sundahöllin svokallaða var reist á Skörðugili þar sem stunda má tamningar inni og má því segja að aðstaðan sé eins og best verður á kosið.

Elvar segir að veislan byrji klukkan tvö á laugardaginn og fólki verði boðið upp á léttar veitingar.

Fleiri fréttir