Opið hús hjá Nes listamiðstöð

Nes listamiðstöð á Skagaströnd verður með opið hús í dag, laugardaginn 27. desember, og eru gestir boðnir velkomnir í stúdíóið að Fjörubraut 8 á Skagaströnd á milli kl. 15 og 17.

Þar verður hægt að hitta þá listamenn hvaðanæva úr heiminum sem dvelja við listamiðstöðina um þessar mundir. Boðið verður upp á andlitsmyndatöku og einnig verður fyrirlestur með tilþrifum (e. performance lecture). Súpa verður á boðstólnum kl. 16:30. Allir velkomnir, segir í tilkynningu frá listamiðstöðinni.

Fleiri fréttir