Opið hús hjá Slysavarnardeild

Slysavarnardeild Björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar verður með opið hús í Sveinsbúð húsnæði björgunarsveitarinnar í dag þriðjudaginn 18. janúar kl 20:00

Allir eru hvattir til að koma við og kynna sér frábært starf deildarinnar, þar sem alltaf er þörf fyrir gott fólk til að starfa með skemmtilegri sveit. -Það er pláss fyrir alla, konur og kalla, segir í tilkynningu frá deildinni en þetta er partur af kynningarátaki Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um slysavarnardeildir á Íslandi.

Fleiri fréttir