Opin fræðsla Píeta á Sauðárkróki
Opinn fræðslufundur um starfsemi, þjónustu og forvarnarstarf Píeta verður á Sauðárkróki þriðjudaginn 21.október nk. klukkan 14:00-15:00 í Húsi Frítímans - efri hæð.
Fulltrúar frá Píeta mæta á svæðið með fræðsluerindi og svara spurningum úr sal, öll velkomin sem láta sig málefnið varða.
Aðeins um Píeta samtökin en þau reka hjálparsíma allan sólarhringinn, alla daga ársins. Símanúmerið er 552-2218. Ráðgjafar veita öllum þeim sem hringja ráðgjöf, bóka í viðtal eða vísa í önnur úrræði, sé þess þörf.
Píeta veitir meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu eða sjálfsskaða og stuðning við aðstandendur þeirra og aðstandendur sem hafa misst. Þjónustan er fyrir 18 ára og eldri og er gjaldfrjáls.
Meðferðaraðilar Píeta eru allir með viðurkennt starfsleyfi landlæknis á sviði geðheilbrigðis; sálfræðingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar og læknir.