Opinn fundur Framsóknar
feykir.is
Skagafjörður
13.09.2017
kl. 08.15
Ungir Framsóknarmenn í Skagafirði ásamt Framsóknarfélagi Skagafjarðar boða til opins fundar þann 20. september í Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki og byrjar fundurinn klukkan 20:00. Sérstakir gestir á fundinum verða þau Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður og Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og þingmaður.
Heitt verður á könnunni og allir velkomnir að mæta. Stjórnmálin og það sem er í brennidepli verður til umræðu, þingmennirnir byrja með framsögu og síðar gefst fundargestum færi á að spyrja spurninga.
/Fréttatilkynning