Opinn kynningarfundur vegna Landsmóts hestamanna

Frá Landsmóti hestamanna á Hólum 2016. Feykir leyfir sér að vonast eftir betra veðri fyrir Landsmótsgesti næsta sumar. MYND: ÓAB
Frá Landsmóti hestamanna á Hólum 2016. Feykir leyfir sér að vonast eftir betra veðri fyrir Landsmótsgesti næsta sumar. MYND: ÓAB

Það styttist í Landsmót hestamanna á Hólum 2026 og af því tilefni fer fram opinn kynningarfundur fer fram í Tjarnarbæ á morgun, miðvikudaginn 24. september 2025 kl 18:00. Boðið verður upp á súpu og áætlað er að fundurinn taki rúma klukkustund.

Á fundinum fer Áskell Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóri mótsins yfir helstu atriði varðandi skipulag þess og undirbúning og fulltrúar sveitarfélagsins Skagafjarðar og Háskólans á Hólum munu ávarpa fundinn.

Þið sem eruð áhugasöm um Landsmót, eruð mögulega með húsnæði til að leigja gestum, hafið áhuga á að selja mótsgestum vörur eða þjónustu, eða viljið bara forvitnast eða tjá ykkur um mótið - endilega komið á fundinn, fáið ykkur súpu og spjallið við okkur.

Fleiri fréttir