Opna Advaniamótið í úrhellisrigningu

Á laugardaginn var Opna Advania mótið haldið á Hlíðarendavelli þar sem spilaður var betri bolti – punktakeppni – og voru tíu lið skráð til leiks. Tveir og tveir skráðu sig saman og gilti betra skor á holu. Keppendur fengu 7/8 af leikforgjöf. Á heimasíðu Golfklúbbs Sauðárkróks segir að duglega hafi rignt á keppendur meginhluta mótsins en að sama skapi hafi vindinn lægt og hlýtt verið í veðri.

Úrslitin urðu þessi:

  1. Aceno1and2 – Magnús Gunnarsson og Ásmundur Baldvinsson GSS – 45 punktar
  2. Á1 – Ingibjörg Ólöf Guðjónsdóttir og Björn Sigurðsson GSS – 39 punktar
  3. Tiger & Zipper – Ingvi Þór Óskarsson og Hjörtur Geirmundsson GSS – 37 punktar
  4. E8 – Herdís Sæmundardóttir og Guðmundur Ragnarsson GSS – 37 punktar
  5. Krítverjar – Gróa María Einarsdóttir og Guðmundur R. Sigurðsson Kemp GÓS – 36 punktar

Aukaverðlaun:

Næst holu á 6/15 holu – Rafn Ingi Rafnsson GSS – 4,50 m

Næst holu á 9/18 holu eftir 2 högg Hákon Ingi Rafnsson GSS – 2,17 m

Fleiri fréttir