Opnað fyrir umsóknir um framlög vegna fjarvinnslustöðva
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur opnað fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru vegna fjarvinnslustöðva og er það í samræmi við aðgerð B.8 í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024. Markmið verkefnisins eru annars vegar að koma opinberum gögnum á stafrænt form og hins vegar að fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni. Alls verður úthlutað allt að 24 milljónum króna. Umsóknarfrestur er til miðnættis 25. nóvember 2019.
Á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins segir að ráðuneyti og stofnanir ríkisins utan vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins geti sótt um. Vinnusóknarsvæði höfuðborgarsvæðisins nær suður og vestur yfir Suðurnes, austur fyrir Selfoss og norður að Borgarnesi, svokallað Hvítá-Hvítá svæði. Skipuð hefur verið þriggja manna valnefnd sem gerir tillögur til ráðherra um veitingu framlaga til verkefna á grundvelli úthlutunarskilmála. Byggðastofnun annast umsýslu umsókna um framlög fyrir hönd ráðuneytisins, veitir umsóknum viðtöku og gefur valnefnd umsagnir.
Nánar á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.