Opnun kosningamiðstöðvar VG

Jón Bjarnason og félagar í VG opna kosningamiðstöð á Sauðárkróki á morgun

Vinstrihreyfingin - grænt framboð opnar kosningamiðstöð að Aðalgötu 21 á Sauðárkróki á skírdag, fimmtudaginn 9. apríl kl. 18. Jón Bjarnason og Ásmundur Einar Daðason flytja ávörp, boðið verður upp á tónlistaratriði, spjall og góðar veitingar.

Kosningamiðstöðin verður opin alla virka daga frá kl. 16-21 og um helgar frá kl. 14-18.

Opnunartími um páskana:
Föstudaginn langa: kl. 16-18
Laugardag: 16-18
Annan í páskum: kl. 16-18

Fleiri fréttir