Orgeltónleikar í Blönduósskirkju

Annað kvöld, miðvikudagskvöldið 28. ágúst klukkan 20:00 verða haldnir orgeltónleikar í Blönduósskirkju. Þar leikur Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti í Akureyrarkirkju, á orgel kirkjunnar og bera tónleikarnir heitið Íslensku konurnar og orgelið.
 

Eins og nafnið gefur til kynna samanstendur efnisskráin eingöngu af tónlist íslenskra kvenna. Konur hafa hingað til ekki fengið mikla athygli sem orgeltónskáld en efnisskráin spannar samt tónlist í ýmsum stílum, stór verk og lítil, hugljúf og ljóðræn, gáskafull og dansandi, segir í auglýsingu á huni.is.

Tónleikarnir eru tæplega klukkustundar langir, aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir