Orgeltónleikar í Blönduósskirkju
Eins og nafnið gefur til kynna samanstendur efnisskráin eingöngu af tónlist íslenskra kvenna. Konur hafa hingað til ekki fengið mikla athygli sem orgeltónskáld en efnisskráin spannar samt tónlist í ýmsum stílum, stór verk og lítil, hugljúf og ljóðræn, gáskafull og dansandi, segir í auglýsingu á huni.is.
Tónleikarnir eru tæplega klukkustundar langir, aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.