Óríon í 5. sæti
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
24.11.2008
kl. 11.27
Krakkar í félagsmiðstöðinni Óríon á Hvammstanga tóku þátt í Stílnum keppni félagsmiðstöðva á Íslandi. Keppt var í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun.
Keppendur fyrir hönd Óríons, voru Inga Hrund Daníelsdóttir, Linda Þorleifsdóttir, Benjamín Páll Gíslason og Ástrós Kristjánsdóttir. Þau hönnuðu kjól með áföstum niðursuðudóslokum og sáu um body-paint og hárgreiðslu. Veitt voru verðlaun fyrir fimm efstu sætin, auk þess sem sérstök verðlaun voru veitt fyrir hár, förðun og fatahönnun. Þar að auki voru veitt aukaverðlaun fyrir vinnu á möppu. Óríon náði þeim gríðarlega góða árangri að ná 5.sæti af 57 hópum.