Örugglega áfram í bikarnum
10. flokkur drengja vann Hauka örugglega í 16-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í Síkinu í gær. Loktatölur urðu 77-58, eftir að Tindastóll hafði leitt 42-21 í hálfleik.
Strákarnir náðu strax afgerandi forystu í fyrsta leikhluta en við lok hans var staðan 25-11. Annar leikhlutinn vannst sömuleiðis örugglega 17-10 og ljóst í hvað stefndi. Eins og áður segir vannst leikurinn örugglega 77-58 og strákarnir komnir í 8-liða úrslit bikarkeppninnar.
Tindastóll tapaði fyrir Haukunum í fyrstu umferð Íslandsmótsins í fyrra með einu stigi, þegar keppt var í Varmahlíð og greinilegt að mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og liðið á stöðugri uppleið undir stjórn Kára Maríssonar.
Til hamingju með þetta strákar!!
Friðrik Þór varð stigahæstur í liði Tindastóls með 23 stig, Sigurður Páll var með 12 stig, Pétur 12, Arnar Geir 8, Viðar 7, Agnar 6, Árni og Björgvin 4 hvor og Jóhann 2 stig.
Dregið verður fljótlega í 8-liða úrslit bikarkeppninnar, en Tindastóll á nú 5 verðuga fulltrúa í 8-liða úrslitum; 9. flokk og stúlknaflokk, auk 9. flokks drengja, 10. flokks drengja og drengjaflokks.