Óska eftir sjálfboðaliðum nk. sunnudag
feykir.is
Skagafjörður
25.07.2014
kl. 16.45
Ungmennahreyfingin er drifin áfram af kraftmiklu hugsjónarstarfi sjálfboðaliðans. Nú þegar Unglingalandsmót nálgast vantar okkur sjálfboðaliða í hin ýmsu störf. Næstkomandi sunnudag, þann 27. júlí, vantar fólk í flöggun og merkingu tjaldsvæða á milli kl. 17-19.
Hefur þú lausan tíma næstkomandi sunnudag? Okkur vantar aðstoð við flöggun og merkingu tjaldsvæða nk. sunnudag á milli kl. 17-19.
Hópurinn ætlar að hittast í Víðigrund 5 þar sem UMFÍ er til húsa kl.17:00.
/Fréttatilk.