Óskað eftir upplýsingum í kjölfar desemberveðursins
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
03.01.2020
kl. 09.23
Húnavatnshreppur hyggst safna saman upplýsingum, í kjölfar óveðursins sem gekk yfir nú í desember í því skyni að draga lærdóm af reynslunni og verða þessar upplýsingar meðal annars notaðar til að vinna viðbragðsáætlun fyrir óveður.
Í tilkynningu frá sveitarstjóra segir að óskað sé eftir upplýsingum um hvers konar tjón, svo sem, búfjár-, eigna-, og girðingatjón. Einnig er óskað eftir upplýsingum um rafmagns- og fjarskiptaleysi, ásamt öðru sem íbúar telja að koma þurfi fram.
Mikilvægt er að upplýsingar þessar berist sveitarfélaginu sem allra fyrst, eða fyrir 13. janúar 2020.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.