Ostaframleiðendur í Fljótum tilnefndir til norrænna matvælaverðlauna
Brúnastaðir ostavinnsla í Fljótum hefur verið tilnefnd til norrænu matvælaverðlaunanna, Emblan, í flokknum Norrænn matvælalistamaður. Fram kemur í frétt á vef SSNV að sex norræn bændasamtök standa að baki verðlaununum, þar á meðal Bændasamtök Íslands. Markmiðið er að lyfta norrænni matarmenningu og skapa aukinn áhuga á henni útaf svæðisins. Embluverðalunin fara fram í mars á næsta ári í Osló.
„Ostavinnslan er afrakstur mikils undirbúnings sem hófst vorið 2018 þegar hjónin Jóhannes Ríkharðsson og Stefanía Hjördís Leifsdóttir sóttu námskeið hjá Farskóla Norðurlands vestra, Matarsmiðja, Beint frá býli. Fullbúin aðstaða til ostagerðar var sett upp á Brúnastöðum og árið 2020 komu fyrstu vörurnar á markað og selja þau nú nokkrar tegundir af geitaosti. Brúnastaðir hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurland vestra 2021,“ segir í fréttinni.
Ostarnir hafa verið fáanlegir í bíl smáframleiðenda sem keyrir um Norðurland vestra en bíllinn er eins konar bændamarkaður á hjólum.