Óttast að bjórinn verði bannaður
Félagsfundur í Félagi ungra framsóknarmanna í Skagafirði fagnar því að fjármálaráðherra sé búinn að stofna nefnd til að fara yfir áfengislöggjöfina, sem er fyrir löngu orðin úreld. Ungir framsóknarmenn í Skagafirði hvetja nefndina til að fara yfir löggjöfina með opnum huga og færa hana til nútímans.
Ungir framsóknarmenn í Skagafirði óttast að stefna Vinstri Grænna verði áberandi með höft og bönn í fyrirrúmi. Það ber að varast. Enda höfum við áhyggjur að fjármálaráðherra ætli að banna bjórinn aftur, segir í ályktun sem FUFS samþykkti á félagsfundi sínum í gær.