Óveður við Stafá og á Siglufjarðarvegi
Óveður er við Stafá í Fljótum og á Siglufjarðarvegi en annars hálka eða hálkublettir á velflestum leiðum. Samkvæmt vef Veðurstofunnar er sunnan 13-20 m/s á Ströndum og Norðurlandi vestra en víða hvassar hviður framan af degi. Fer að rigna í dag, en suðvestan 8-15 og slydduél seint í kvöld.
Sunnan 3-8 og bjart með köflum á morgun. Hiti 5 til 10 stig, en 0 til 4 á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag (gamlársdagur):
Suðlæg átt, 8-13 m/s og slydda eða rigning og hiti nálægt frostmarki. Él með kvöldinu, einkum S- og V-lands og frystir víða.
Á fimmtudag (nýársdagur):
Suðlæg, víða 5-10 m/s og él, en norðaustan 8-13 úti við N-ströndina . Frost 0 til 10 stig, mildast syðst.
Á föstudag:
Vestanátt S-til og slydda með köflum, en norðlægari og él fyrir norðan. Frostlaust syðst, en annars talsvert frost.
Á laugardag:
Hæg breytileg átt, dálítil él og kalt í veðri.
Á sunnudag:
Útlit fyrir austanátt með ofankomu S-til, en annars stöku él.