Partý í Miðgarði

Nú eru síðustu forvöð að skrá sig á Uppskeruhátíð hestamanna í Skagafirði en fresturinn rennur út í dag. Hljómsveitarstjórinn var svo spenntur að hann fjölgaði um einn í hljómsveitinni.

Til stóð að Hilmar Sverris kæmi með tríó til að spila á ballinu en áhvað að koma með nýstofnaða hljómsveit með sér norður. Það er hljómsveitin Partý sem spilar á hestamannaballinu í Miðgarði um helgina en hún er nýstofnuð og einbeitir sér að danstónlist eins og hún gerist best. En hana skipa þeir Ásgeir Óskarsson (Stuðmenn) trommur og söngur, Haraldur Þorsteinsson (Brimkló) bassi og söngur, Vilhjálmur Guðjónsson gítar, saxafón og söngur og að síðustu Hilmar Sverrisson píanó og söngur.

Á Uppskeruhátíð hestamanna í Skagafirði sem verður haldinn í Miðgarði 30 október verður mikið um dýrðir; minnst verður 40 ára starfsafmælis Hrossaræktarsambands Skagfirðinga, veitt verða afreksverðlaun í reiðmennsku og hrossarækt og síðast en ekki síst verður glæsileg matarveisla að hætti Óla á Hellulandi. Veislustjóri verður Tryggvi Jónsson kenndur við Dæli og hljómsveitin Partý spila fyrir dansi.

Miðinn kostar kr. 6200 og panta verður fyrir háttatíma í kvöld hjá:

Páli 8619842, Ingimar 8919560, Auðbjörgu 6980087/4536560 eða Jónínu 8648208

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir