Páskabingó Neista í dag

Ungmennafélagið Neisti heldur sitt árlega páskabingó í dag, saugardaginn 20 apríl. Verður það haldið í Félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi og hefst klukkan 13:00.

Páskabingó Neista eru alltaf hin besta skemmtun og verður örugglega engin undantekning á því að þessu sinni. Vinningarnir eru stórglæsilegir, 21 talsins frá um 50 styrktaraðilum. Spjaldið kostar 600 kr. og það er posi á staðnum. Í hléi sér nemendafélag Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi um sælgætis- og gossölu. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir