PAYPHONE/ Maroon 5

Ekki finnst öllum hljómsveitin Maroon 5 frá Los Angeles í Kaliforníu vera skemmtileg hljómsveit. Þeir mega hins vegar sannarlega eiga það að þeir eru ansi snjallir í að setja saman laufléttar poppflugur.

Ný breiðskífa er á leiðinni í sumar og fyrsta lagið í spilun er hressilegt stuðlag sem kallast Payphone og er kannski ekki ólíkt hittaranum frá í fyrra, Moves Like Jagger. Hér er það rapparinn Wiz Khalifa sem hjálpar til.

http://www.youtube.com/watch?v=5FlQSQuv_mg&ob=av2e

Fleiri fréttir