Pétur Rúnar valinn í U-15 ára landsliðið

Hinn ungi og efnilegi körfuknattleiksmaður Pétur Rúnar Birgisson í Tindastóli hefur verið valinn í lokalandsliðshóp Íslands U-15 ára, sem tekur þátt í sterku móti í Kaupmannahöfn í sumar.

Snorri Örn Arnaldsson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt landsliðshóp sinn á heimasíðu KKÍ en þar er Pétur í hópi 12 drengja sem Snorri hefur valið til að keppa fyrir Íslands hönd í Kaupmannahöfn í sumar. á himasíðu Tindastóls segir að Pétur sé einn af þeim fjölmörgu efnilegu leikmönnum sem æfa í yngri flokkunum Tindastóls og er honum óskað innilega til hamingju með þennan magnaða árangur.

Enn fremur segir á síðunni að faðir Péturs, Birgir Rafn Rafnsson útibústjóri Landsbankans á Sauðárkróki, hafi á sínum tíma leikið 10 drengja- og unglingalandsliðsleiki fyrir Íslands hönd, en það gerði hann á síðustu öld.

Sjá nánar á kki.is.

Fleiri fréttir