PLÍS EKKI CUTTA BUDGETIN OKKAR !

Unglingaráð Félagsmiðstöðvarinnar Friðar, tóku þá ákvörðun sem talsmátar unglinga í Skagafirði að rita gagnort bréf og skora á Byggðaráð Sveitarfélagsins að gleyma þeim ekki við fjárhagsáætlunargerð Sveitarfélagsins. Bréfið hljóðar svo:

Kæra Sveitastjórn.
Við unglingaráð Friðar tölum fyrir hönd allra unglinga í Skagafirði um hvað það skiptir okkur miklu máli og hversu mikilvægt okkur finnst að félagsmiðstöðin sé starfandi.
Þess vegna viljum við minna ykkur á að gleyma okkur ekki við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Þó svo að við höfum ekki kosningarétt og séum ekki lögbundið starf , þá þurfum við samt stað til að geta hist , eflt einstaklinga og félagsstarf , fengið fræðslu um forvarnir og fleira.
Ef við hefðum ekki félagsmiðstöðina og þá þjónustu sem Frístundadeildin veitir okkur þá skapast ekki vettvangur til að þroska og styrkja jákvæða sjálfsmynd okkar sem aðstoðar okkur að verða heilsteyptari og betri einstaklingar.

PLÍS EKKI CUTTA BUDGETIN OKKAR !
VIÐ ERUM FRAMTÍÐINN – EKKI GLEYMA OKKUR !!

Kveðja Ungmennaráð Friðar.

Fleiri fréttir