Plokkarar í Skagafirði sameinast í umhverfisátaki sem hefst í dag

Nú ætla Skagfirðingar að huga að umhverfinu af aðeins meiri krafti en alla jafna því boðað hefur verið til Umhverfisdaga Skagafjarðar 2019 sem hefjast í dag en 30 ár eru frá því að þeir  voru fyrst haldnir í firðinum. Á heimasíðu Sveitarfélagsins eru íbúar hvattir til að hlúa að umhverfinu og er takmarkið að skapa snyrtilegra og fegurra umhverfi.

Skemmtilegur áskorandaleikur er hafinn milli fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka þar sem aðilar fara út og tína rusl í kringum sig, setja mynd af sér á samfélagsmiðla og skora á önnur fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök að gera slíkt hið sama. Merkja þarf myndina með myllumerkinu #umhverfisdagar19 og mun sveitarfélagið deila áskorunum á facebooksíðu sveitarfélagsins.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir